Pic

Skilmálar

Viðskiptaskilmálar

Sódavatn sérhæfir sig í áfyllingum og heimsendingum á kolsýruhylkjum í áskrift. Við bjóðum upp á áskriftarþjónustu á kolsýruhylkum þar sem þú stjórnar tíðni áfyllinga.

Afhending

Við keyrum sjálf út kolsýruhylkin einu sinni í viku. Ef að þú ert ekki heima þá sækjum við tóma hylkið þitt og komum nýju fyrir á umsömdum stað þar sem öruggt er að geyma hylkið þar til þú kemur heim. Í pöntunarferlinu hjá okkur tekur þú fram hvar þú munt skilja tóma hylkið eftir og hvar við eigum að skilja áfyllta hylkið eftir. Þetta tryggir það að við getum afhent þér hylkið þrátt fyrir að þú sért ekki heima.

Sem stendur er aðeins boðið upp á áfyllingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Persónuupplýsingar

Ítrasta öryggis og fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga notenda Sodavatn.is. Gögnum um notendur og viðskiptavini verður aldrei deilt þriðja aðila.

Markmið skilmála þessara er að tryggja að meðhöndlun Sódavatns á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði Persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.

Fyrirtækið

Sódavatn er vörumerki sem er rekið af íslenska fyrirtækinu Sódavatn ehf. (671022-1490) sem hefur lögheimili að Flókagötu 41. Fyrirtækið rekur enga eiginlega verslun.


Skilmálar vegna áskriftarþjónustu

Binditími áskriftar

Enginn binditími. Þú getur stöðvað áskrift hvenær sem er.

Ljúka áskrift

Til að stöðva áskrift sendirðu okkur tölvupóst á netfangið [email protected] og biður um stöðvun á áskrift. Áskrift er þá stöðvuð um hæl.

Tegund kolsýruhylkja

Við tökum aðeins á móti þeim tómu kolsýruhylkjum sem ennþá eru í umferð á Íslandi og hægt er að skila fyrir gjald. Langflest hylki á Íslandi falla í þennan flokk en ef þú átt mjög gamalt kolsýrutæki þá er best að athuga hvort að skrúfgangurinn sé sá sami og á myndinni hér til hliðar.

Greiðslur

Ef þú kýst að ljúka áskrift en búið er að gjaldfæra kortið þitt er útistandandi hylki alltaf sent til þín og áskrift telst þá lokið. Kortið er ekki rukkað ef áskrift er hætt áður en gjaldfærsla á sér stað.

Skil á hylkjum

Til þess að halda verðinu á áfyllingunum lágum er mikilvægt að tómu hylkin komist til skila til okkar. Ef að viðskiptavinur gleymir að skilja tóma hylkið eftir á umsömdum skilastað áskilur Sódavatn sér rétt til þess að gjaldfæra kort viðkomandi fyrir skilagjaldi á tómu hylki. Sú greiðsla verður síðan endurgreidd um leið og hylkið skilar sér til okkar.

Týnt hylki

Ef að hylkið týnist munum við senda til þín nýtt hylki eða endurgreiða þér að fullu í samráði við þig.