Algengar spurningar

  • Hvernig virkar þetta?

    Þetta er nokkuð einfalt. Við skiptum á hylki við þig eins oft og þú kýst. Við sendum fullt hylki til þín og tökum við tóma hylkinu þínu. Til þess að einfalda þetta þá sammælumst við um afhendingar og skilastað fyrirfram.

  • Passar hylkið í mitt kolsýrutæki?

    Kolsýruhylkin okkar eru þau lang algengustu á markaðnum í dag. Hylkin passa í flest kolsýrutæki frá SodaStream, Wassermaxx og Aarke svo dæmi séu tekin. Við erum með tvenns konar hylki, skrúfhylki og snarhylki, það síðara passar í Quick Connect tækin frá SodaStream.

  • Ég á mörg tóm hylki nú þegar, get ég skilað þeim til ykkar og fengið greitt fyrir þau?

    Þú getur skilað öllum þínum tómu hylkjum til okkar og fengið þau endurgreidd inn á kortið þitt. Gjaldið sem við greiðum fyrir tóm hylki er 1.900 kr.

    Það skiptir ekki máli hvar þú keyptir hylkin upphaflega. Þau þurfa bara að vera eins og þau hylki sem við bjóðum upp á sem eru jafnframt þau sem eru algengust á markaðnum í dag. Þú getur fullvissað þig um það að hylkið þitt sé eins ef að það er með flötum botni.

  • Er einhver binditími?

    Hjá okkur er enginn binditími og þú getur því sagt upp áskriftinni hvenær sem er. Þú sendir einfaldlega tölvupóst á [email protected].

  • Hvað ef ég er ekki heima þegar þið komið?

    Við keyrum sjálf út kolsýruhylkin einu sinni í viku. Ef að þú ert ekki heima þá sækjum við tóma hylkið þitt og komum nýju fyrir á umsömdum stað þar sem öruggt er að geyma hylkið þar til þú kemur heim. Í pöntunarferlinu hjá okkur tekur þú fram hvar þú munt skilja tóma hylkið eftir og hvar við eigum að skilja áfyllta hylkið eftir. Þetta tryggir það að við getum afhent þér hylkið þrátt fyrir að þú sért ekki heima.

  • Ég á nú þegar hylki sem ég keypti hjá öðrum aðila, takið þið á móti þeim?

    Við tökum við hylkjum frá öllum söluaðilum kolsýruhylkja á Íslandi. Þú getur meira að segja skilað fleiri en einu og fengið skilagjaldið borgað inn á kortið þitt.

  • Hvernig kolsýruhylkjum takið þið á móti?

    Við tökum aðeins á móti þeim tómu kolsýruhylkjum sem ennþá eru í umferð á Íslandi og hægt er að skila fyrir gjald. Langflest hylki á Íslandi falla í þennan flokk en ef þú átt mjög gamalt kolsýrutæki þá er best að athuga hvort að hylkið sé með flatan botn. Ef svo er þá tökum við á móti því.

  • Hvaðan koma hylkin ykkar?

    Kolsýruáfyllingar okkar eru íslensk framleiðsla, við fyllum á hylkin sjálf og hylkin eru í okkar eigu. Þau eru því í hringrás hér og aldrei send úr landi.