image

Sódavatn án fyrirhafnar
kolsýruáfylling í áskrift

Skrá í áskrift

Þú sérð um vatnið, við sjáum um sódann

Þetta er ekki flókið - leyfðu okkur að einfalda þér lífið

Einföldum lífið

Ef þú átt nú þegar kolsýrutæki kannast þú við það að vera kolsýrulaus. Tækið var æðislegt til að byrja með en situr núna inni í eldhúsi og starir á þig innantómt og gaslaust. Einhvernveginn gleymir maður alltaf að taka með sér gamla hylkið og sölustaðirnir eru úr alfaraleið.

Besta vatnið

Á Íslandi erum við með besta vatn í heimi. Það kemur beint úr krananum heima. Það er óþarfi að burðast með það heim úr matvöruverslunum og fara síðan með tómar umbúðir í endurvinnsluna.

Heimsending er innifalin

Svo að þetta sé nú raunverulega engin fyrirhöfn þá er heimsending innifalin í verðinu þegar þú skráir þig í áskrift. Þú getur því sleppt því að sitja í umferð og notið þess að bíða eftir áfyllingunni í ró og næði.

Verð á áfyllingu
2.990 kr.

Heimsending innifalin
Þú stjórnar tíðni áfyllinga
Engin fyrirhöfn

Skrá í áskrift
background

Þetta er ekkert flókið,
þetta er bara sódavatn.

Hvernig virkar þetta?

Þetta er nokkuð einfalt. Við skiptum á hylki við þig eins oft og þú kýst. Við sendum fullt hylki til þín og tökum við tóma hylkinu þínu. Til þess að einfalda þetta þá sammælumst við um afhendingar og skilastað fyrirfram.


Skrá í áskrift